Todd Boehly eigandi Chelsea er ekki feimin við það að taka upp heftið ef hann telur sig geta keypt góðan leikmann fyrir Chelsea.
Ensk götublöð segja nú frá því að Chelsea sé að skoða að kaupa Ivan Toney framherja Brentford í janúar.
Toney hefur ekki spilað síðustu mánuði vegna brota á veðmálareglum, var hann dæmdur í bann.
Toney sem er 27 ára gamall má snúa aftur á völlinn í janúar og er Chelsea nú að skoða hann, Arsenal hefur einnig fylgst með gangi mála.
Brentford vill væna summu fyrir Toney sem er einnig sagður skoða það að skrifa undir nýjan samning við félagið sitt.