Nú er hefðbundinni undankeppni fyrir EM í Þýskalandi næsta sumar lokið og hafa 20 lið tryggt sér sæti á mótinu, ásamt auðvitað gestgjöfunum.
Króatía var síðasta landið til að tryggja sig inn á mótið en það gerði liðið með 1-0 sigri á Armenum í kvöld.
Þrjú sæti eru enn laus en tólf lið munu berjast um þau í umspili í mars. Umspilið tekur mið af gengi liða í Þjóðadeildinni.
Ísland tekur þátt í umspilinu. Leiknir eru stakir undanúrslita- og úrslitaleikir og spilar Ísland undanúrslitin á útivelli. Dregið verður um það á fimmtudag hverjum íslenska liðið mætir þar. Dragist Ísland í A-umspilið mætir liðið Wales en dragist liðið í B-umspilið verður Ísrael andstæðingurinn.
Liðin sem eru komin með farseðil á EM
Þýskaland
Belgía
Frakkland
Portúgal
Skotland
Spánn
Tyrkland
Austurríki
England
Ungverjaland
Slóvakía
Albanía
Danmörk
Holland
Rúmenía
Sviss
Serbía
Tékkland
Ítalía
Slóvenía
Króatía