Manchester United goðsögnin Wayne Rooney er ríkasti knattspyrnustjóri heims samkvæmt lista sem The Sun birtir.
Rooney er stjóri Birmingham en hann hagnaðist vel á glæstum ferli sínum sem leikmaður. Er hann metinn á 125 milljónir punda og er nokkuð vel á undan næsta manni.
Listinn sem um ræðir telur þjálfara fyrr og síðar og menn eins og Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger því á honum þó þeir séu hættir fyrir nokkru síðan.
Þar eru einnig menn á borð við Jurgen Klopp, Jose Mourinho, Pep Guardiola og Carlo Ancelotti sem enn eru að gera það gott.
Ríkustu knattspyrnustjórar heims
10. Arsene Wenger, 38 milljónir punda
9.Jurgen Klopp, 39 milljónir punda
8. Carlo Ancelotti, 40 milljónir punda
7. Sir Alex Ferguson, 56 milljónir punda
6. Steven Gerrard, 71 milljón punda
5. Zinedine Zidane, 99 milljónir punda
3-4. Pep Guardiola, 100 milljónir punda
3-4. Jose Mourinho, 100 milljónir punda
2. Diego Simeone, 102 milljónir punda
1. Wayne Rooney, 125 milljónir punda