Stuðningsmenn Liverpool óttast það versta fyrir stórleikinn gegn Manchester City á sunnudag en liðin mætast í hádeginu á laugardag.
Chris Kavanagh verður dómari leiksins og fyrir því eru stuðningsmenn Liverpool ekki spenntir.
„Chris Kavanagh á bróðir sem á ársmiða á leiki Manchester City, hann dæmir á sunnudaginn,“ skrifar einn.
Kavanagh er búsettur í Manchester en hann er einn af færustu dómurum enska boltans.
Stuart Atwell stýrir VAR herberginu í leiknum en ljóst er að þessi tvö öflugu lið munu takast all hressilega á.
City er á toppi deildarinnar en Liverpool hefur farið vel af stað í vetur og er til alls líklegt á nýjan leik.