KSÍ hækkar gjöld á félögin í landinu en þetta var samþykkt á síðasta stjórnarfundi félagsins. Kostnaður vegna dómara hækkar mikið og verður meðal annars 150 þúsund krónur í efstu deild karla.
Þá hafa þáttökugjöldin verið rædd og tekin ákvörðun um það hver þau verða fyrir næsta ár.
Stjórn KSÍ samþykkti eftirfarandi um þátttökugjöld í mótin 2024:
Íslandsmót meistarafl. 110.000.-
Nýskráningargjald mfl. 220.000.-
Bikarkeppni mfl. 35.000.-
Í fundargerð KSÍ segir svo. „Rætt um tillögu um gjöld vegna ferða- og uppihaldskostnaðar dómara ogaðstoðardómara í samræmi við greinar 19.7 og 13.5 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Farið var vel yfir forsögu málsins, en fram til ársins 2008 greiddu aðildarfélög KSÍ ferða og uppihaldskostnað dómara og aðstoðardómara en var þá gjaldið kr. 180.000.- fyrir félög í landsdeildum mfl. kvenna og kr. 330.000-380.000 fyrir félög í landsdeildum mfl. karla. Stjórn skoðaði núvirði þessara upphæða. Á árunum 2009-2022 tók KSÍ yfir þessar greiðslur. Árið 2023 var aftur tekið upp gjald í samræmi við reglugerð og var greiðslan kr. 75.000.- á hvert félag, óháð deild. Stjórn KSÍ ræddi á fundinum um að innheimta gjöldin í samræmi við hlutfallslegan kostnað hverrar deildar í ferða- og uppihaldskostnaði dómara- og aðstoðardómara. Stjórn KSÍ er sammála því að mikilvægt sé að skoða gjaldtöku í stærra samhengi og að skoða þurfi málið áfram með hliðsjón að fjármögnun dómarastarfs og starfsemi sambandsins almennt.
Með þessi sjónarmið að leiðarljósi samþykkti stjórn gjöld vegna ferða- og uppihaldskostnaðar dómara og aðstoðardómara í deildar- og bikarkeppnum meistaraflokka og enn fremur samþykkti stjórn að hefja sem fyrst vinnu við undirbúning 4-5 ára áætlunar um gjaldtöku í samræmi við reglugerðina, með virku samtali við aðildarfélög sambandsins.“
Gjöldin:
Íslandsmót – Besta deild karla 150.000
Íslandsmót – Lengjudeild karla 135.000
Íslandsmót – Besta deild kvenna 120.000
Íslandsmót – Lengjudeild kvenna 100.000
Íslandsmót – 2. deild karla 100.000
Íslandsmót – 3. deild karla 85.000
Íslandsmót – 2. deild kvenna 85.000
4. deild karla 85.000
5.deild karla 55.000