Mykhailo Mudryk hefði líklega átt að fá vítaspyrnu þegar Úkraína og Ítalía mættust í undankeppni Evrópumótsins í gær.
Bæði lið gátu komist beint inn á Evrópumótið en Ítölum dugði jafntefli til þess að koma sér áfram.
Í uppbótatíma hefði Úkraína líklega átt að fá vítaspyrnu en staðan var þá 0-0.
Mudryk var tekinn niður í teignum en dómari leiksins og VAR herbergið ákvað að dæma ekki neitt. Það voru margir hissa á því að ekkert var dæmt.
Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og Ítalir fara beint inn á EM en Úkraína þarf að fara í umspil.
Atvikið er hér að neðan.
Ukraine were not given a penalty after this challenge on Mudryk in stoppage time against Italy.
A win would’ve sent Ukraine through to EURO 2024.
Italy have now officially qualified, but Ukraine will have a chance to qualify through the playoff round. pic.twitter.com/8oNXYLAOxI
— POCHELIBAN😇🇬🇧 (@koftownboy) November 21, 2023