Mohamed Ghoraba, þjálfari Egyptalands segir að forráðamenn Liverpool þurfi ekki að óttast um öryggi Mohamed Salah þegar hann er í verkefni með landsliðinu.
Salah og félagar mættu Sierra Leone um helgina en hópur fólks ruddist inn á völlinn og vildi komast nálægt Salah.
🎥 Mohamed Salah almost gets attacked as opposition fans run onto the pitch and surround Salah.pic.twitter.com/wgG5bKrRov
— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) November 19, 2023
Salah virtist nokkuð brugðið en hópur ef hermönnum ruddist inn á völlinn til að hjálpa Salah að komast í burtu.
„Það að fjalla um þetta sem árás er algjört bull, hér er fólk sem styður Liverpool og Arsenal,“ segir Ghoraba um atvikið en leikurinn fór fram í Sierra Leone.
„Fyrir þá er það ótrúlegt að fá Mohamed Elneny og Mo Salah til landsins, þeir vilja fá þá aftur til landsins.“
„Þetta var kannski þeirra eina tækifæri til að sjá Salah spila á þessum velli. Það er því bara eðlilegt að þeir fari inn á völlinn.“
Salah is literally Egyptian royalty
pic.twitter.com/liCWWSFb0H— Jürgen (@Jurgegenpress2) November 19, 2023