„Að vera heilbrigður,“ sagði Rúrik Gíslason, fyrrum knattspyrnumaður þegar ókunnugur maður gekk upp að honum í New York og spurði hann að því hvað léti honum líða vel.
Rúrik var staddur í borginni sem aldrei sefur á dögunum en þessi fyrrum knattspyrnumaður hefur öðlast heimsfrægð sem dansari og fyrirsæta eftir að ferlinum á vellinum lauk.
Maðurinn spurði Rúrik svo út í það hvaða ráð hann hefði viljað gefa sér sjálfum þegar hann var ungur.
„Að þjálfa heilann til að hafa trú á þér, allan daginn, alla daga,“ sagði Rúrik og hélt svo áfram.
„Segðu sjálfum þér að þú sért nógu góður, það eru svo margir þarna úti sem reyna að draga þig niður. Vertu trúr þér sjálfum.“
„Það verða áskoranir alls staðar, þér mun mistakast á leiðinni en haltu áfram.“
View this post on Instagram