Raphaël Varane varnarmaður Manchester United er til sölu í Manchester United en hann og Erik ten Hag virðast ekki lengur ná saman.
Ten Hag hefur tekið þá ákvörðun að spila frekar Harry Maguire, Jonny Evans og Victore Lindelöf.
Bild í Þýskalandi segir að þetta sé að vekja áhuga hjá FC Bayern sem er að skoða það að kaupa hann.
Bayern vill bæta við varnarmanni í janúar og samkvæmt Bild hefur United látið Bayern vita hver verðmiðinn er.
Segir að United vilji fá 18-25 milljónir punda í sinn vasa til að losna við Varane sem er einn af launahæstu leikmönnum félagsins.