Al Nassr og Inter Miami munu mætast í svakalegum vináttuleik í febrúar. Þetta var staðfest fyrir stuttu.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, tveir af allra bestu leikmönnum sögunnar, spila auðvitað með liðunum, Ronaldo með Al Nassr og Messi með Inter Miami.
Leikurinn fer fram í Sádi-Arabíu. Það er ljóst að eftirvæntingin er mikil þrátt fyrir að um vináttuleik sé að ræða.
Messi og Ronaldo hafa háð margar rimmurnar í gegnum tíðina, oft í leikjum Real Madrid og Barcelona La Liga en einnig með öðrum liðum.