Magnús Kjartansson skrifar undir samning við Stjörnuyna en félagið greinir frá þessu á vef sínum.
„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að Magnús Kjartansson og Stjarnan hafa samið,“ segir í tilkynningu.
Magnús er öflugur markmaður sem hefur verið hjá Stjörnunni í smá tíma og hefur tekið stórstígum framförum undir handleiðslu Rajko ásamt því að fá góða reynslu úr 2. deildinni þar sem hann var á láni.
„Maggi er eins og aðrir ungir leikmenn sem félagið hefur veðjað á undanfarin tímabil, tilbúinn til að leggja hart að sér og mun án efa halda áfram að bæta sig í okkar umhverfi á komandi misserum,“ segir á vefnum.
Magnús var á láni hjá KFG í sumar og lék þár áttta leiki í 2 deildinni.