Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ hefur fengið það verkefni frá stjórn sambandsins að ræða við UEFA vegna umspils hjá A-landsliði karla í mars.
Það kemur í ljós á fimmtudag hvort íslenska liðið eigi möguleika á heimaleik sem fer ekki fram hér á landi.
Age Hareide, landsliðsþjálfari vill halda til Malmö og spila þar en einnig hefur verið skoðað að spila í Manchester á æfingavelli Manchester City.
„Rætt um leikvöll fyrir mögulegan umspilsleik A landsliðs kvenna í febrúar 2024 í ljósi þeirra krafna sem gerðar eru í reglugerð UEFA, en UEFA gerir ólíkar kröfur um keppnisvelli í leikjum A landsliðs karla og kvenna,“ segir í fundargerð stjórnar KSÍ.
Klara fær það verkefni að taka samtali við UEFA. „Lagt fram minnisblað um leikvelli fyrir mögulegan umspilsleik A landsliðs karla í mars 2024 og málefni liðsins. Framkvæmdastjóra var falið að vinna málið áfram með starfsmönnum sambandsins, m.a. að óska eftir heimild frá UEFA til að leika mögulegan umspilsleik utan Íslands.“