Fyrrum knattspyrnumaðurinn Oliver Spedding er látinn, 34 ára að aldri.
Spedding kom upp í gegnum unglingastarf Crystal Palace en tókst ekki að brjóta sér leið í aðalliðið.
Hann sat svo í fangelsi síðar en eftir vistina þar gekk hann í raðir utandeildarliðsins Croydon. Það var einmitt Croydon sem greindi frá andláti Spedding.
Spedding er hvað þekktastur fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að snúa sér að því að leika í klámi eftir að hann varð laus úr fangelsi.
„Við erum mjög sorgmædd að frétta af andláti fyrrum leikmanns okkar, Oliver Spedding,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Croydon.
„Oliver var elskaður innan félagsins og gaf alltaf allt sem hann átti fyrir liðið.“