Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir með hamingju að Halldór Smári Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við félagið.
Halldór, sem er 35 ára gamall miðvörður og leikjahæsti leikmaður í sögu Víkings, skrifar undir samning út tímabilið 2024 en hann hefur alla tíð spilað undir merkjum Víkings og verið lykilmaður í meistaraliðum Víkings undanfarin ár.
Halldór hefur átt stóran þátt í velgengni Víkings undanfarin ár og tekur hið minnsta eitt tímabil í viðbót.
Víkingar urðu Íslands og bikarmeistarar í sumar en búist er við að Jón Guðni Fjóluson verði leikmaður liðsins innan tíðar og samkeppnin eykst því í vörninni.