Það er ljóst að sjálfstraustið hjá Kai Havertz leikmanni Arsenal er ekkert sérstakt þessa dagana, hann er í vandræðum hjá nýju félagi.
Arsenal borgaði 65 milljónir punda fyrir Havertz í sumar þegar hann kom frá Chelsea.
Havertz var í þýska landsliðinu um helgina þegar liðið mætti Tyrklandi í æfingaleik í Berlín.
Havertz sem spilaði sem vinstri bakvörður átti misjafnan dag í 3-2 tapi en hann skoraði fyrsta mark leiksins.
Frammistaða Havertz var hins vegar ekki góð og eitt myndband af honum vekur sérstaka athygli netverja.
Þar fær Havertz boltann út við hliðarlínu og ákveður bara að koma honum úr leik. Sjón er sögu ríkari.
I'm still baffled by this. What was he trying to do ? pic.twitter.com/W1QeVfwldB
— STF (@Vertikalspiel13) November 19, 2023