Chelsea, Manchester City, Manchester United og Newcastle United voru öll mætt með útsendara til Spánar á sunnudag til að horfa á leik liðsins gegn Georgíu.
Segir í fréttum að þarna hafi félögin verið mætt til að taka út Khvicha Kvaratskhelia kantmann Napoli.
Kvaratskhelia er vissulega orðin þekkt stærð en hann er 22 ára gamall og var frábær með Napoli á síðustu leiktíð.
Kvaratskhelia átti ágætis spretti í tapinu gegn Spáni en búist er við að stórlið reyni að kaupa hann næsta sumar.
Kvaratskhelia og félagar í Napoli urðu ítalskir meistarar á síðustu leiktíð en hafa ekki náð flugi á þessu tímabili.