Fanndís Friðriksdóttir hefur framlengt samning sinn við Val. Fanndís þarf vart að kynna fyrir fótboltaáhugamönnum en hún er einn reynslumesti leikmaður liðsins.
Fanndís hefur spilað 232 leiki í efstu deild og skorað í þeim leikjum 115 mörk.
Þá hefur hún spilað 109 A landsleiki og skorað 17 mörk.
„Fanndís hefur verið mikilvægur hluti af liðinu síðan 2018, verið frábær fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og því mikil ánægja að njóta krafta hennar áfram á Hlíðarenda!,“ segir á vef Vals.
Fanndís verður 34 ára gömul á næsta ári en Valur varð Íslandsmeistari í haust og hefur því titil að verja.