Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa kosið gegn tillögu um að banna félögum með sömu eigendur að lána leikmenn sín á milli.
Þetta hefur verið mikið í umræðunni og þá sérstaklega eftir að Ruben Neves, leikmaður Al Hilal, var orðaður við Newcastle. Félögin eru bæði í eigu opinbers fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu.
Eftir nýjustu fréttir er hins vegar ljóst að félögum með sömu eigendur verður ekki bannað að lána leikmenn sín á milli. Gæti Neves því farið til Newcastle svo dæmi sé tekið, en algengt er að eigendur eigi fleiri en eitt félag.
Fjórtán af tuttugu félögum í ensku úrvalsdeildinni þurftu að samþykkja breytingartillöguna en þrettán samþykktu hana og fer hún því ekki í gegn á einu atvkvæði.