„Old Trafford is falling down,“ syngja flest gestalið sem mæta á Old Trafford þessa dagana enda er völlurinn í algjörri niðurníslu og hefur verið lengi.
Glazer fjölskyldan hefur ekki viljað leggja eina krónu í völlinn eða æfingasvæði félagsins og hafa fengið mikla gagnrýni fyrir.
Þakið á vellinum er farið að mígleka og þegar það rignir mikið eru stuðningsmenn oftar en ekki rennandi blautir.
Það var svo um helgina sem stuðningsmenn voru mættir á kvennaleik hjá félaginu og þá byrjaði að hrynja steypa úr stúkunni.
Stuðningsmenn voru að gera sig kláran í leikinn og féll steypa í hausinn á tveimur sem fengu högg og áverka vegna þess.
Forráðamenn United vilja ekki tjá sig um málið en ljóst er að stuðningsmenn félagsins vilja fara að sjá endurbætur á vellinum sem er sá stærsti í ensku úrvalsdeildinni.
If you ever need further proof that Old Trafford is indeed Falling Down…Block N2402 ceiling parts fell on 2 supporters at the ladies game today….absolute shit show.#GlazersOut pic.twitter.com/kzY6KxV9Sc
— Problemchild (@D16S1972) November 19, 2023