Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var beðinn um að velja draumalið sitt skipað fimm leikmönnum nýlega.
„Fyrst myndi ég velja Lionel Messi. Hann er að mínu mati áhrifamesti leikmaður sögunnar. Við höfum aldrei séð neinn gera það sem hann gerir á vellinum í svona mörg ár,“ sagði Arteta og nokkuð ljóst að hann telur Argentínumanninn þann besta í sögunni.
„Ég myndi velja Cristiano Ronaldo ennig og svo brasilíska Ronaldo því ég elskaði hann sem barn. Einnig myndi ég velja Johan Cruyff vegna þess hversu klár leikmaður hann var.
Loks verð ég að segja Maradona vegna argentísks uppruna fjölskyldu minnar og vegna eiginkonu minnar. Hvernig hann breytti fótbolta og Barcelona á sínum tíma, hann þarf að vera þarna líka,“ sagði Arteta að endingu.