Arsenal hefur látið Bayern Munchen vita að bakvörðurinn Takehiro Tomiyasu sé ekki til sölu. Sky í Þýskalandi segir frá þessu.
Bayern hafði mikinn áhuga á Tomiyasu í sumar en tókst ekki að landa honum.
Síðan hefur kappinn orðið lykilmaður í liði Arsenal og hefur félagið engan áhuga á að láta hann fara. Hefur það því látið Bayern vita af því.
Það eru því nær engar líkur á að Tomiyasu fari frá Arsenal í janúar en sagt er að Bayern gerir sér enn vonir um að fá leikmanninn næsta sumar.