Alexis Sanchez leikmaður Inter og Síle var ekki skemmt þegar hann kom inn í klefa eftir leik gegn Paragvæ um helgina.
Um var að ræða leik í undankeppni HM sem endaði með markalausu jafntefli.
Þegar leikmenn Síle voru mættir inn í klefa eftir leik þá var allt í skít. „Á Colo-Colo vellinum vorum við að teygja og koma okkur í sturtu þegar það fór að flæða skítur upp úr niðurfallinu,“ segir Sanchez.
Sanchez var ansi svekktur með þetta en gengi Síle hefur ekki verið gott í þessari undankeppni en liðið hefur ekki komist á HM frá árinu 2014.
Sanchez er 34 ára gamall en hann snéri aftur til Inter í sumar eftir stutt stopp í Frakklandi. Hann er einn fremsti knattspyrnumaður í sögu Síle.