Félagaskiptafræðingurinn Fabrizio Romano segir ekkert til í fréttum um að Antoine Griezmann gæti farið frá Atletico Madrid til Manchester United.
Franski sóknarmaðurinn var óvænt orðaður við United og var sagt að félagið væri til í að þrefalda laun hans. Þá er klásúla í samningi Griezmann upp á tæpar 22 milljónir punda.
„Eftir því sem ég best veit elskar hann Atletico Madrid. Hann er ekki að fara þaðan,“ segir Romano hins vegar.
„Félög í Sádí reyndu að fá hann í sumar en hann hafnaði þeim. Hann var ekki einu sinni til í viðræður því hann dýrkar lífið hjá Atletico.
Ég held að engin tilboð muni heilla hann og hvað þá í janúar.“