Alisha Lehmann leikmaður Aston Villa og Sviss fær oft mikla gagnrýni fyrir það að hafa sig til fyrir leiki, hefur þetta mest verið í heimalandi hennar.
Lehmann er oft kölluð kynþokkafyllsta knattspyrnukona í heimi en í síðustu landsleikjum með Sviss fékk hún gagnrýni.
Gagnrýnin í heimalandinu snerist um það að hún væri að hafa sig of mikið til fyrir leiki.
Vicki Blomme sem starfar í sjónvarpi segir þetta tóma þvælu. „Hún spilar með kynþokka sinn en þetta hafa strákarnir alltaf gert,“ segir Blomme.
Blomme tekur svo dæmi um tvo af frægustu knattspyrnumönnum sögunnar.
„Horfið á David Beckham og Cristiano Ronaldo, það er horft á það öðruvísi þegar kona hefur sig til eða þegar karlmaur lagar á sér hárið.“
„Þetta snýst bara um að líða vel og vera með sjálfstraust, það er gott að við séum ekki öll eins.“
„Þetta tekur kannski athygli frá fótboltanum en þannig var það líka með Beckham. Það er ekkert af því að mála sig fyrir leik í fótbolta, við verðum að hætta að gagnrýna hana.“