Fram hefur staðfest komu Kennie Chopart til félagsins en sá danski var samningslaus og ákvað að fara frá KR.
Rúnar Kristinsson áður þjálfari KR tók við þjálfun Fram á dögunum en hann gerði Chopart að fyrirliða KR.
„Kennie hefur spilað lengi á Íslandi og við mjög góðan orðstír. Ásamt því að hafa spilað 296 leiki hér á landi að þá er Kennie vel kunnugur því að vinna titla og ná árangri,“ segir á vef Fram.
Fram fékk einnig Kyle McLagan til félagsins á dögunum frá Víkingi og ljóst að Framarar ætla að styrkja sig fyrir næstu leiktíð.
Chopart sem er 33 ára gamall lék með Stjörnunni fyrst um sinn hér á landi áður en hann fór til Fjölnis og þaðan til KR.