Manchester United er sagt hafa mikinn áhuga á Antoine Griezmann, leikmanni Atletico Madrid. Spænski miðillinn El Nacional segir frá.
Þessi reynslumikli franski sóknarmaður er með ansi viðráðanlega klásúlu í samningi sínum en hún hljóðar upp á tæpar 22 milljónir punda.
United hyggst nýta sér það og vill reyna að lokka Griezmann til sín með því að þrefalda laun hans. Myndi kappinn þá þéna 350 þúsund pund á mánuði.
Rauðu djölfarnir hafa byrjað tímabilið illa og sitja í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.