Real Madrid er heldur óvænt sagt á eftir Timo Werner, leikmanni RB Leipzig.
Það er spænski miðillinn Sport sem segir frá þessu en Real Madrid er heldur þunnskipað fram á við.
Ekki bætti úr skák að Vinicius Jr er meiddur og því skoðar félagið að fá til sín sóknarmann.
Werner gekk í raðir RB Leipzig á ný fyrir síðustu leiktíð eftir fremur misheppnaða dvöl hjá Chelsea.
Sóknarmaðurinn hefur hins vegar lítið spilað á þessari leiktíð og gæti því hugsað sér til hreyfings.
Það verður áhugavert að sjá hvað verður en samkvæmt nýjustu fréttum hefur Real Madrid áhuga.