Edda Garðarsdóttir nýr aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna hjá Breiðabliki. Félagið staðfestir þetta.
Edda býr yfir mikilli reynslu en hún á að baki yfir 100 leiki með A landsliði Íslands, lék einnig á sínum tíma 60 leiki með Blikum og skoraði í þeim 23 mörk. Varð Íslands og bikarmeistari 2005 og fór með Breiðablik í 8 liða úrslit í Meistaradeild kvenna haustið 2006 þar sem Breiðablik féll úr leik fyrir Arsenal.
Edda er með hæstu þjálfararéttindi UEFA, KSÍ Pro/UEFA Pro.
Edda mun aðstoða Nik Chamberlain sem tók við þjálfun Breiðabliks á dögunum en hann og Edda unnu saman hjá Þrótti.