Samkvæmt Fabrizo Romano er framherjinn Anthony Martial farin að skoða það að fara frá Manchester United í janúar ef gott tilboð kemur á hans borð.
Martial hefur verið hjá Manchester United frá árinu 2015 en aldrei tekist að festa sig í sessi.
Martial er orðinn meðvitaður um það að hann fær líklega ekki stórt hlutverk undir stjórn Erik Ten Hag og vill því skoða aðra kosti.
Martial er franskur sóknarmaður en hann fór á láni til Sevilla á síðasta ári en spænska félagið reyndi ekki að kaupa hann eftir þá dvöl.
Martial kom til United frá Monaco og byrjaði með látum en honum hefur ekki tekist að sýna sínar bestu hliðar hjá Manchester United.
🚨 | Anthony Martial could leave if there is a good offer in January. [@FabrizioRomano, @UnitedStandMUFC] pic.twitter.com/KUCKZ4TYBQ
— UtdDistrict (@UtdDistrict) November 20, 2023