Fyrrum knattspyrnumaðurinn og glaumgosinn Jimmy Bullard hefur verið bannaður af golfvelli sem hann hafði áður aðgang af fyrir ósæmilega hegðun.
Hinn 45 ára gamli Bullard segir sjálfur frá þessu.
Bullard hafði greitt yfir 17 milljónir íslenskra króna til að vera meðlimur í Sunningdale golfklúbbnum á Englandi en hann hefur nú verið bannaður.
„Ég fékk mér nokkra bjóra og gleymdi mér. Ég sló bolta af Peroni flösku. Það má ekki og ég veit það,“ segir Bullard.
„Ef það eru einhverjir meðlimir Sunningdale að horfa þá biðst ég afsökunar. Mig langar mjög til að snúa aftur.“
Bullard lék á ferli sínum með liðum á borð við Fulham, Wigan og Hull í ensku úrvalsdeildinni.