Lokakeppni Evrópumótsins verður haldin með pompi og prakt í Þýskalandi næsta sumar og eins og alltaf fylgjast margir með enska landsliðinu.
Aðeins 23 leikmenn eru valdið í hvert lið og því hart barist um stöðurnar.
Í umfjöllun Daily Mail er tekið saman hver staðan er á leikmönnunum Englands, hverjir eru líklegastir til að fara á mótið, hverjir verða líklega ekki valdir og þess háttar.
Þá er einnig langur listi yfir leikmenn sem eru á barmi þess að vera með í vélinni til Þýskalands eður ei.
Alls eru fjórtán menn á þessum lista.
Má þar nefna Aaron Ramsdale, sem missti sæti sitt í marki Arsenal til David Raya í byrjun tímabils. Einnig er Jordan Henderson, fyrrum fyrirliði Liverpool á listanum en hann fór í sádiarabíska boltann síðasta sumar sem gæti orðið dýrkeypt.
Nöfn eins og Ben Chilwell og Mason Mount eru einnig á blaði. Chilwell er reglulega meiddur og Mount virðist ekki í náðinni hjá Manchester United eftir skipti sín þangað.
Hér að neðan er listinn í heild.
Aaron Ramsdale
Nick Pope
Fikayo Tomori
Lewis Dunk
Ben Chilwell
Reece James
Jordan Henderson
Mason Mount
Eberechi Eze
Jarrod Bowen
Ollie Watkins
Ivan Toney
Raheem Sterling
Cole Palmer