Það eru margir sem kannast við aðgang ‘Footyheadlines’ á samskiptamiðlum en þar eru nýjar treyjur knattspyrnuliða iðulega birt.
Nú er víst búið að leka nýrri treyju Manchester United á netið en það er treyja sem liðið mun klæðast á næstu leiktíð.
Þar má sjá að Snapdragon er framan á treyjum liðsins en það er Adidas sem sér um að hanna treyjurnar.
Treyjan hefur fengið bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð en TeamViewer hefur verið aðal styrktaraðili liðsins frá 2021.
Hér má sjá myndina sem Footyheadlines birti.