Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Lyngby varð að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðsla sem hrjá hann. Endurkoma Gylfa hefur gengið vel en bakslag eftir langa fjarveru hefur nú gert vart við sig.
Gylfi lék síðustu tvo landsleiki og bætti þar markametið með liðinu, hann er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Meiðsli Gylfa í dag eru í vöðvafestum í læri og rassi, þarf hann að fara varlega svo meiðslin verði ekki viðvarandi.
Verður Gylfi í meðhöndlun næstu daga og vikur til að reyna að ná sér góðum svo endurkoma hans á vellinum geta haldið áfram.
Gylfi hafði ekki spilað fótbolta í rúm tvö ár þegar hann samdi við Lyngby í Danmörku og hefur hann verið að finna takt sinn betur og betur þar undir stjórn Freys Alexanderssonar.