Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni er einn mest skapandi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Jóhann Berg skapar að meðaltalti 2,48 færi á hverjum 90 mínútum í deildinni.
Er hann með betri tölfræði en til dæmis, Phil Foden, Mohamed Salah og fleiri góðir.
Leikmönnum er raðað á. listann miðað við spilaðar mínútur og hvað þeir skapa af færum á hverjum 90 mínútum.
Tottenham á efstu tvo mennina á listanum en Jóhann Berg hefur byrjað síðustu þrjá deildarleiki Burnley, liðið er á botni deildarinnar með fjögur stig eftir tólf leiki.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.