fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
433Sport

Mikil reiði vegna þess hver var valinn til að afhenda verðlaunin eftirsóttu í kvennaflokki

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 31. október 2023 07:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum þótti umdeilt að Novak Djokovic væri valinn til að afhenda Ballon d’Or verðlaunin eftirsóttu í kvennaflokki í gær.

Tenniskappinn afhenti Aitana Bonmati, leikmanni Barcelona, verðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Lionel Messi hreppti þau karlamegin.

Það létu margir óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum og hafa erlendir miðlar vakið athygli á því.

Snýr óánægjan aðallega að því að Djokovic, sem er fremsti tenniskappi heims, hafi eitt sinn talað gegn jöfnum launum kynjanna í íþróttum.

Það var árið 2016 sem Serbinn lét hafa eftir sér að karlar ættu að fá betur borgað í íþróttaheiminum þar sem þeir laða að meiri áhuga.

Hann dró þessi ummæli sín þó til baka og árið 2019 á hann að hafa hvatt til þess að íþróttakarlar tækju á sig launalækkun til að hægt væri að borga konum það sama.

Það breytti því ekki að fjöldinn allur var reiður yfir því að Djokovic myndi afhenda verðlaunin eftirsóttu í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi
433Sport
Í gær

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“
433Sport
Í gær

Vardy kveður í sumar

Vardy kveður í sumar