Paris Saint-Germain treyjur með nafni Kylian Mbappe aftan á eru ekki þær sem seljast mest. Kemur þetta mörgum á óvart.
Mbappe er langstærsta stjarna PSG og hefðu margir haldið að það væri vinsælast á meðal stuðningsmanna félagsins að kaupa treyju með hans nafni aftan á.
Svo er hins vegar ekki. Sá sem selur flestar treyjur um þessar mundir er Kóreumaðurinn Lee Kang-in.
Sá gekk í raðir PSG frá Mallorca í sumar og er alls ekki með stærri nöfnum í frönsku höfuðborginni.
Mbappe hefur verið orðaður við brottför frá PSG lengi og er Real Madrid talinn hans líklegasti áfangastaður.