fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Þórður rifjar upp þegar allt fór úr böndunum uppi á Skaga: Opinberar hvað faðir hans sagði áður en hann tók ákvörðun – „Ekki séns í helvíti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. október 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Guðjónsson, fyrrum atvinnumaður og forstjóri Skeljungs, spilaði leikinn eftirminnilega á milli ÍA og Keflavíkur í efstu deild karla 2007. Hann rifjaði hann upp í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark.

Það var á 79. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir ÍA sem leikmaður Keflavíkur sparkaði boltanum í innkast vegna meiðsla leikmanns ÍA. Skagamenn tóku innkastið og og var búist við því að boltanum yrði sparkað aftur til Keflvíkinga eins og venjan er í slíkum tilfellum.

Bjarni Guðjónsson skaut hins vegar frá miðju og skoraði, eitthvað sem hann og Skagamenn vildu meina að væri algjört óviljaverk. Í kjölfarið varð hins vegar allt vitlaust.

Þórður, sem er bróðir Bjarna, spilað sem fyrr segir leikinn en þarna var hann farinn af velli. Hann telur ekki að þetta hafi verið viljaverk.

„Honum til varnar gerðist svipað atvik svona fimm mínútum áður í leiknum. Þar dúndraði hann boltanum aftur í auglýsingarskiltin,“ segir hann í Chess After Dark.

Faðir þeirra, Guðjón Þórðarson, var þarna þjálfari ÍA og ákvað hann að Keflvíkingum yrði ekki leyft að skora hinum megin eins og kallað var eftir. Það virðist þó hafa komið til greina á einhverjum tímapunkti.

„Ég var nýfarinn út af. Það var búinn að vera rosalegur hiti í þessum leik. Svo kemur þetta mark og ég segi að við verðum að leyfa þeim að skora. Þá ráðast þeir (leikmenn Keflavíkur) allir á Bjarna. Guðjón Þórðarson sagði þá: „Ekki séns í helvíti að þeir fái að skora hjá okkur. Fyrst þeir brugðust svona við fá þeir ekki neitt.“ Þannig var það,“ segir Þórður.

Hann rifjar svo upp þegar Bjarni var eltur inn í klefa af leikmönnum Keflavíkur eftir leik.

„Bjarni var í góðu formi þarna svo þetta var allt í lagi. Hann rétt slapp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi