Það er nú aukin bjartsýni á að samningar geti náðst á milli Chelsea og Benfica um að Enzo Fernandez fari til fyrrnefnda liðsins.
The Athletic segir frá nýjustu vendingum.
Chelsea hefur verið á eftir Fernandez allan mánuðinn og gæti félaginu nú loksins tekist að landa honum.
Benfica hefur nú leyft Fernandez að fara í læknisskoðun ef ske kynni að samningar náist við Chelsea.
Nýjasta tilboð Chelsea í Fernandez hljóðaði upp á 105 milljónir punda.
Fernandez heillaði með argentíska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar, þar sem hann varð heimsmeistari með liði sínu.
Félagaskiptaglugganum verður skellt í lás klukkan 23 í kvöld.
Hér má nálgast allt það nýjasta frá félagaskiptamarkaðnum.