Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea bíða nú spenntir en einnig óþreigjufullir eftir svari frá forráðamönnum Benfica varðandi tilboð Chelsea í miðjumann liðsins, heimsmeistarann Enzo Fernandez.
Helstu stjórnendur Benfica funduðu í nótt, ásamt forseta félagsins Rui Costa, varðandi það hvort samþykkja ætti tilboðið frá Chelsea. Ekki fékkst niðurstaða á fundinum.
Tilboð Chelsea er sagt hljóða upp á 105 milljónir punda og yrðu það dýrstu kaup í sögu félagsskipta á Bretlandseyjum.
Núverandi met var sett í ágúst árið 2021 með félagsskiptum Jack Grealish frá Aston Villa til Manchester City en kaupverðið þá hljóðaði upp á 100 milljónir punda.
Hér má sjá hvar möguleg félagsskipti Enzo Fernandez til Chelsea myndu standa samanborið við dýrustu félagsskipti liða á Bretlandseyjum til þessa: