Marcel Sabitzer hefur samþykkt samningstilboð Manchester United. Nú þarf enska félagið hins vegar að semja við Bayern Munchen um að fá kappann. Hann færi á láni til United.
Erik ten Hag reynir að styrkja miðsvæði sitt í kjölfar meiðsla Christian Eriksen og gæti hinn 28 ára gamli Sabitezer reynst lausn í þeim efnum.
Sabitzer hefur mikinn áhuga á því að vinna með Ten Hag. Hann mun vera í Manchester í kvöld ef ske kynni að félögin tvö nái saman svo skiptin náist í gegn.
Sabitzer gekk í raðir Bayern fyrir síðustu leiktíð.
🚨 Manchester United have agreed personal terms with Marcel Sabitzer — he has immediately accepted and he wants to work under Erik ten Hag. #MUFC
He will be in Manchester later tonight waiting for breakthrough in the talks between Man Utd and Bayern on loan deal. pic.twitter.com/0ZEaqP9EhB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 31, 2023
Uppfært 17:25
Það eru allar líkur á að samningar á milli United og Bayern muni nást. Sabitzer er á leið til Manchester að ganga frá skiptum sínum.
Marcel Sabitzer is now on his way to Manchester in order to complete his move to Man United 🚨✈️ #DeadlineDay
🎥 @Sky_Torben @SkySportDepic.twitter.com/CpHfOag0Z7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 31, 2023