Orri Steinn Óskarsson er kominn á láni til Sönderjyske frá FC Kaupmannahöfn út þessa leiktíð.
Orri er aðeins átján ára gamall framherji sem kom inn í unglingastarf FCK 2021 en var færður upp í aðalliðið í fyrra.
Þar hefur hann verið að taka sín fyrstu skref en vill félagið að hann fái aukinn spiltíma til að þróa sinn leik.
„Það er mikið í Orra spunnið en hann þarf að spila meiri fótbolta á fullorðinsstigi til að halda áfram þróun sinni,“ segir Peter Christiansen, yfirmaður íþróttamála hjá FCK.
Velkommen til angriberen Orri Óskarsson, som vi har lejet i FCK for resten af indeværende sæson 🤝
🔗: https://t.co/tUyR2ZQ2QS pic.twitter.com/3GP1J2Kz7A
— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) January 31, 2023
Orri á að baki leiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Hann hefur spilað sex leiki fyrir U-21 árs landsliðið.
Sönderjyske er í sjötta sæti ensku B-deildarinnar.