Króatíska fyrirsætan Ivana Knoll var af mörgum, þar á meðal enskum götublöðum, talin sý kynþokkafyllsta á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Knoll fylgdi króatíska landsliðinu alla leið í Katar og vakti gríðarlega athygli. Króatía tapaði í undanúrslitum HM fyrir Argentínu en vann leikinn um bronsið gegn Marokkó.
Þegar þetta er skrifað er Knoll með 3,6 milljónir fylgjenda á Instagram. Hefur fjöldinn aukist um fleiri hundruð þúsund á síðustu vikum.
Knoll var í Katar í mánuð þar sem hún virtist njóta lífsins í sandinum og sólinni.
Nú er hún stödd í Bandaríkjunum en þar djammaði hún með Hollywood leikaranum Jamie Foxx.
Foxx er þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Django Unchained og Spider Man.
Hér að neðan má sjá myndir af þessu.