Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Kaupmannahöfn
Gylfi Þór Sigurðsson er á bekknum í leik Lyngby og Vejle í dönsku úrvaldseildinni nú á eftir
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í meira en tvö ár og því mikil eftirvænting fyrir því að hann sé í hópnum í kvöld.
Margir Íslendingar eru á svæðinu og eru þeir sem aðrir spenntir fyrir endurkomu kappans. Var nafn hans til að mynda sungið hástöfum hér vel fyrir leik.
Hinir Íslendingarnir í liðinu, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson eru allir í byrjunarliði Lyngby.
Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.
DAGENS KONGEBLÅ STARTOPSTILLING 💙
Stadionlyset er tændt, fansene er på plads og drengene er klar til kamp 💪
Startopstillingen præsenteres af https://t.co/IvCJSH27M5 – her kommer du nemmere videre i karrieren!#SammenForLyngby pic.twitter.com/eqIhQxvMJO
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) September 22, 2023