„Þetta leggst mjög vel í mig. Við erum spenntar fyrir þessum leik,“ sagði Svava við 433.is í dag.
Þjóðadeildin er ný af nálinni í kvennaknattspyrnu en leikmenn eru almennt á því að innkoma hennar sé jákvæð þar sem hún komi í stað æfingaleikja.
„Það er alltaf miklu betra að fá fleiri keppnisleiki,“ segir Svava um nýju keppnina.
Svava er á mála hjá Gotham í Bandaríkjunum en fyrr í dag var hún sögð á leið til Benfica í Portúgal.
„Það er einhver umræða í gangi en það verður að koma í ljós,“ segir Svava um það.
Hún var spurð út í hvort hún teldi líklegra að hún færi eða yrði um kyrrt.
„Ég veit það ekki, ég get ekki svarað þessu,“ svaraði hún þá.
Viðtalið í heild er í spilaranum.
Svava Rós Guðmundsdóttir er á leið til Benfica í Portúgal. Gotham og Benfica hafa náð samkomulagi um leikmanninn. Einungis formsatriði eftir áður en Svava verður tilkynnt sem leikmaður Benfica. #fotboltinet pic.twitter.com/j88shN24bW
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) September 19, 2023