Markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var stolt að fá kallið í A-landslið Íslands í fyrsta sinn á dögunum. Hún er hluti af hópnum sem mætir Wales og Þýskalandi í Þjóðdeildinni á næstu dögum.
„Það var ótrúlega gaman og mikið stolt sem fylgdi því. Það er gaman að vera í hóp með svona sterkum leikmönnum,“ segir Fanney við 433.is, aðspurð hvernig var að fá kallið í hópinn.
Hin 18 ára gamla Fanney vill sjá sem flesta á vellinum gegn Wales hér heima.
„Vonandi koma sem flestir. Það er alltaf gaman að sjá marga í stúkunni. Maður hefur einmitt saknað þess aðeins í deildinni.“
Fanney hefur sprungið út með Val í Bestu deildinni í sumar en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum.
„Þetta er búið að vera frábært tímabil og mikil og góð reynsla. Það er frábært að enda það með titli.“
Viðtalið í heild er í spilaranum.