Það er ekkert til í því að Khvicha Kvaratskhelia sé á leið til Real Madrid á næstunni segir umboðsmaður leikmannsins, Mamuka Jugeli.
Þessi öflugi vængmaður hefur vakið verulega athygli með Napoli en hann er stuðningsmaður Real og hefur aldrei farið leynt með það.
Jugeli segir þó að það sé kjaftæði að samkomulag sé í höfn við Real um að Kvaratskhelia sé búinn að ákveða að halda til Spánar.
Um er að ræða 22 ára gamlan leikmann en faðir hans er þá stuðningsmaður Barcelona og hefur verið í mörg ár.
,,Við erum ekkert að hugsa út í þetta. Við erum ekki að íhuga að yfirgefa Napoli,“ sagði Jugeli.
,,Einn daginn þegar Kvara er tilbúinn að spila fyrir Madrid eða Barcelona þá skoðum við stöðuna.“