David De Gea gæti loks fundið sér nýtt félag ef marka má spænska miðilinn Marca.
Markvörðurinn er samningslaus eftir að 12 ára dvöl hans hjá Manchester United lauk.
Síðan þá hefur De Gea verið orðaður hingað og þangað en hann æfir hins vegar sjálfur í von um að fá samningstilboð.
Marca segir að De Gea sé opinn fyrir því að fara til Sádi-Arabíu ef gengið er að launakröfum hans.
Glugginn þar í landi lokar eftir þrjá daga og er því enn tími til stefnu.
Fjöldinn allur af stjörnum hefur auðvitað farið þangað undanfarna mánuði.