Það fór fram heil umferð í Bestu deild karla í dag og er ljóst hvaða lið spila í efri og neðri hluta úrslitakeppninnar.
KR tryggði sér sætið í efri hlutanum með jafntefli gegn ÍBV en KA þurfti að treysta á að þeir svarthvítu myndu tapa í Vestmannaeyjum eða þá á rétt úrslit í Kópavogi.
Leiknum í Eyjum lauk með 2-2 jafntefli og KA gerði þá 1-1 jafntefli við Fylki og spila bæði lið í neðri hlutanum.
Víkingur Reykjavík þarf að bíða með að fagna titlinum þrátt fyrir 3-2 sigur gegn Fram en Valur vann á sama tíma HK sannfærandi, 4-1.
Þegar fimm umferðir eru eftir eru Víkingar með örugga forystu á toppnum en það munar 14 stigum á fyrsta og öðru sæti.
Stjarnan vann þá Keflavík örugglega 3-0 og FH gerði sér lítið fyrir og vann Breiðablik, 2-0.
Fram 2 – 3 Víkingur R.
1-0 Oliver Ekroth(’28, sjálfsmark)
1-1 Birnir Snær Ingason(’30)
1-2 Aron Elís Þrándarson(’39)
2-2 Aron Snær Ingason(’53)
2-3 Danijel Dejan Djuric(’87)
ÍBV 2 – 2 KR
1-0 Alex Freyr Hilmarsson(’45 )
1-1 Kennie Knak Chopart(’61)
1-2 Benoný Breki Andrésson(’79)
2-2 Richard King(’90)
Stjarnan 3 – 0 Keflavík
1-0 Hilmar Árni Halldórsson(’21)
2-0 Eggert Aron Guðmundsson(’32)
3-0 Emil Atlason(’90)
Fylkir 1 – 1 KA
0-1 Harley Willard(’17)
1-1 Ólafur Karl Finsen(’52, víti)
Breiðablik 0 – 2 FH
0-1 Kjartan Henry Finnbogason(’54)
0-2 Eetu Mommo(’92)