Bæði Leiknir Reykjavík og Vestri eru búin að tryggja sér sæti í umspilinu í Lengjudeild karla.
Þetta varð ljóst í dag en Leiknir lagði Njarðvík á útivelli og Vestri kláraði Ægi örugglega 5-0.
Ægir er fallið niður um deild og átti aldrei séns í Vestra sem hefur leikið á alls oddi undanfarið.
Toppsætið er þá ekki lengur í eigu Aftureldingar en nú situr ÍA þar eftir heimsókn til Akureyrar.
Það er ekki auðvelt að heimsækja Þór á erfiðan útivöll en ÍA vann 3-2 sigur og trónir nú á toppnum.
Þór 2 – 3 ÍA
0-1 Viktor Jónsson
0-2 Arnór Smárason
1-2 Bjarni Guðjón Brynjólfsson
1-3 Breki Þór Hermannsson
2-3 Nikola Kristinn Stojanovic
Njarðvík 2 – 4 Leiknir R.
0-1 Hreggviður Hermannsson(sjálfsmark)
0-2 Daníel Finns Matthíasson(víti)
1-2 Kenneth Hogg
1-3 Daníel Finns Matthíasson
2-3 Oumar Diouck
Ægir 0 – 5 Vestri
0-1 Iker Hernandez Ezquerro
0-2 Ibrahima Balde
0-3 Benedikt V. Warén
0-4 Mikkel Jakobsen
0-5 Benedikt V. Warén