Manchester United hefur staðfest komu Sergio Reguilon frá Tottenham Hotspur, kemur hann á láni út þessa leiktíð.
Þessi 26 ára vinstri bakvörður hefur spilað fyrir Real Madrid, Sevilla, Atletico Madrid og Spurs á sínum ferli.
„Í lífinu þarf maður að vera klár í allt og að fá tækifæri til að spila fyrir þetta frábæra félag með þessa merku sögu, er tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir Reguilon.
United var í neyð vegna meiðsla Luke Shaw og Tyrel Malacia sem báðir verða lengi frá.
🇪🇸➡️🔴
Sergio Reguilon has signed up for the 2023/24 season! 💪#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2023